miðvikudagur 27. ágúst 2014

Fyrirlestur um fiskveiðar og fiskeldi Tyrkja í Háskólasetri

Nú er í heimsókn hjá Háskólasetri prófessor frá háskólanum í Ankara, Hasan Atar, sem heldur fyrirlestur um fiskveiðar og fiskeldi í Tyrklandi í dag, miðvikudaginn 27.08.2014, kl. 14:00. Fyrirlesturinn er opinn öllum. Tungumál: enska.

 

Hasan Atar er prófessor í deild landbúnaðar í háskólanum í Ankara og fæst aðallega við fiskeldi og markaðssetningu fisks. Hann er m.a. meðlimur í Aqua-TNet samstarfsneti um kennslu í fiskeldi þar sem Háskólasetur hefur líka tekið þátt. Hasan Atar kemur hingað á eigin vegum með styrk frá Erasmus-áætlun.