Fyrirlestur í tilefni af Evrópuviku og Alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti
Fyrirlestur Micaelu fjallar einkum um hvað hún hefur lært af dvöl sinni á Íslandi. Hún mun koma víða við í spjalli sínu og meðal annars rifja upp hvað Dorrit forsetafrú sagði árið 2001 þegar Þjóðahátíðin var haldin hátíðleg á Alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti.
Micaela kom fyrst til Íslands sem ferðamaður árið 1989 og varð þegar í stað ástfanginn af landinu, jafnvel strax í Keflavík. Hún beið þar til börnin voru uppkomin svo hún gæti flutt til Íslands. Í janúar 2001 flaug hún svo yfir Atlandshafið með eigur sínar. Hún er fyrrum uppi og vann til margra ára við krísustjórnun hjá stóru fjarskiptafyrirtæki í Bandaríkjunum. Hún er með doktorspróf í guðfræði og langar til að svara þeirri spurningu, hversvegna jólin eru haldin hátíðleg.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og hefst líkt og fyrr stundvíslega kl. 12.10 í kaffisal Háskólaseturs.