miðvikudagur 18. mars 2009

Fyrirlestur í tilefni af Evrópuviku og Alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti

Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti stendur nú yfir, auk þess sem 21. mars er Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti. Af því tilefni bjóða Fjölmenningarsetur, Háskólasetur Vestfjarða, Rauði krossinn og Rætur, félag áhugafólks um menningarlega fjölbreyttni, uppá fyrirlestur í Vísindaporti Háskólaseturs með Micaelu Kristin-Kali, föstudaginn 20. mars.

 

Fyrirlestur Micaelu fjallar einkum um hvað hún hefur lært af dvöl sinni á Íslandi. Hún mun koma víða við í spjalli sínu og meðal annars rifja upp hvað Dorrit forsetafrú sagði árið 2001 þegar Þjóðahátíðin var haldin hátíðleg á Alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti.

 

Micaela kom fyrst til Íslands sem ferðamaður árið 1989 og varð þegar í stað ástfanginn af landinu, jafnvel strax í Keflavík. Hún beið þar til börnin voru uppkomin svo hún gæti flutt til Íslands. Í janúar 2001 flaug hún svo yfir Atlandshafið með eigur sínar. Hún er fyrrum uppi og vann til margra ára við krísustjórnun hjá stóru fjarskiptafyrirtæki í Bandaríkjunum. Hún er með doktorspróf í guðfræði og langar til að svara þeirri spurningu, hversvegna jólin eru haldin hátíðleg.

 

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og hefst líkt og fyrr stundvíslega kl. 12.10 í kaffisal Háskólaseturs.