Fyrirlestur í Háskólasetri: Kennsla í töluðu máli
Í dag, föstudag kl. 17:00, mun Sigríður Þorvaldsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, halda erindi sem hún nefnir: Kennsla í töluðu máli - Aðgerðir og árangur. Í erindinu verður sjónum beint að töluðu máli og sérstöðu þess í kennslu íslensku sem annars máls.
Þeir sem kenna erlendum nemendum íslensku við háskólann eru flestir sammála um að kennsla í töluðu máli sé einna erfiðust viðfangs. Það er erfitt að henda reiður á því hvað það er sem þarf að kenna og hvernig. Kennslan reynir á samskipti kennara og nemenda og krefst mikillar samskiptafærni beggja og hugmyndaauðgi. Í erindinu fjallar Sigríður Þorvaldsdóttir um helstu aðferðir sem hafa verið notaðar við íslenskuskor HÍ og reynir að meta gagnsemi þeirra. Í því sambandi verður stuðst við niðurstöður könnunar hennar á viðhorfum nemenda til kennslu og náms í töluðu máli.
Sigríður Þorvaldsdóttir lærði almenn málvísindi og íslensku við HÍ og Endurmenntun HÍ frá 1988 og er ein af reyndustu kennurum í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands. Hún hefur í samvinnu við kollega sína gefið út nokkrar kennslubækur í faginu.
Erindið er haldið sem hluti íslenskunámskeiðs á háskólastigi við Háskólasetur Vestfjarða og verður því á einfaldri íslensku og enska notuð til stuðnings, ef þarf. Fyrirlesturinn er opinn almenningi.
Tími: Föstudagur, 24.08.2007, kl. 17:00
Staður: Háskólasetur Vestfjarða
Þeir sem kenna erlendum nemendum íslensku við háskólann eru flestir sammála um að kennsla í töluðu máli sé einna erfiðust viðfangs. Það er erfitt að henda reiður á því hvað það er sem þarf að kenna og hvernig. Kennslan reynir á samskipti kennara og nemenda og krefst mikillar samskiptafærni beggja og hugmyndaauðgi. Í erindinu fjallar Sigríður Þorvaldsdóttir um helstu aðferðir sem hafa verið notaðar við íslenskuskor HÍ og reynir að meta gagnsemi þeirra. Í því sambandi verður stuðst við niðurstöður könnunar hennar á viðhorfum nemenda til kennslu og náms í töluðu máli.
Sigríður Þorvaldsdóttir lærði almenn málvísindi og íslensku við HÍ og Endurmenntun HÍ frá 1988 og er ein af reyndustu kennurum í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands. Hún hefur í samvinnu við kollega sína gefið út nokkrar kennslubækur í faginu.
Erindið er haldið sem hluti íslenskunámskeiðs á háskólastigi við Háskólasetur Vestfjarða og verður því á einfaldri íslensku og enska notuð til stuðnings, ef þarf. Fyrirlesturinn er opinn almenningi.
Tími: Föstudagur, 24.08.2007, kl. 17:00
Staður: Háskólasetur Vestfjarða