Fundur um sálfræðinám óháð búsetu
Að frumkvæði fyrrum frumgreinanema við Háskólasetur Vestfjarða verður haldinn nokkurskonar könnunarfundur um áhuga fólks hér á svæðinu fyrir námi í sálfræði óháð búsetu. Tilgangur fundarins er sá að safna saman þeim sem hafa áhuga á sálfræðinámi í gegnum fjarnám og í framahaldinu fara fram á að Háskólinn á Akureyri bjóði upp á slíkt nám.
Fundurinn fer fram hér í Háskólasetri Vestfjarða á morgun fimmtudaginn 20. maí og hefst klukkan 17.00.