mánudagur 3. nóvember 2008

Frumgreinanám á vorönn 2009

Háskólasetur Vestfjarða tekur nú á móti nýjum umsóknum í frumgreinanám á vorönn 2009.  Kenndar verða allar námsgreinar sem tilheyra 1., 2., og 3. önn námsins (með fyrirvara um þátttöku)  Allt nám sem tilheyrir 1.önn er í boði bæði í fjarnámi og staðarnámi og hluti af 2.önn er einnig í boði í fjarnámi.  3. önn er eingöngu kennd í staðarnámi.  Það fer eftir undirbúningi nemenda hvar þeir hefja nám í frumgreinanámi.  Þeir sem hafa lokið sveinsprófi hefja t.d. nám á 2.önn.  Nánari upplýsingar um frumgreinanám er að finna hér á heimsíðu Háskólaseturs, ásamt rafrænu umsóknareyðublaði.  Einnig er hægt að hafa samband í síma 450 3040 eða í tölvupósti, marthalilja@hsvest.is.

Umsóknarfrestur fyrir vorönn 2009 er 10.desember 2008.