Framtíð náttúru
Sean McGrath, gestafyrirlesari frá Memorial-háskóla á Nýfundnalandi verður með gestafyrirlestur um framtíð náttúru mánudaginn, 18.05.2015, 13:00 í Háskólasetri Vestfjarða. Fyrirlesturinn er á ensku og er opinn almenningi.
Heimsókn Sean McGraths rímar vel við þá námskeiðslotu sem nú er yfirstandandi þar sem Gabriela Sabau prófessor, kennir umhverfishagfræði, en það vill svo skemmtilega til að hún sjálf kemur einnig frá Memorial-háskólanum, Grenfell college. Samstarfssamningur er milli Háskólaseturs Vestfjarða og Memorial-háskólanum á Nýfundnalandi og er samstarfið eins og raun ber vitni, nokkuð þétt en nýverið heimsótti Sonja Knutson forstöðumaður alþjóðasamskipta við skólann Háskólasetrið.
Sean McGrath er kennari í heimspeki og fæst einkum við þýska heimspeki 19. Aldar. Frekari upplýsingar um hans áherslusvið í rannsóknum og kennslu er að finna á ensku á vefsíðu Memorial háskólans.