Framlengdur umsóknarfrestur vegna COVID-19
Í ljósi aðstæðna sem skapast hafa í heiminum vegna COVID-19 hefur Háskólasetrið ákveðið að framlengja umsóknarfrest fyrir báðar námsleiðir sínar á meistarastigi, Haf- og strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði.
Venjulegur umsóknarfrestur fyrir ríkisborgara frá löndum utan EES er 15. febrúar. Þessi frestur hefur nú verið framlengdur til 15. apríl til samræmis við umsóknarfrest ríkisborgara frá Íslandi og löndum innan EES. Áfram verður boðið upp á síðari umsóknarfrest fyrir Íslendinga og ríkisborgara innan EES sem er 5. júní.
Athygli umsækjenda er vakin á því að snemmbúinn umsóknarfrestur (15. feb) fyrir ríkisborgara utan EES stafar af því að dvalarleyfisumsókn getur verið tímafrek. Þeim tilmælum er því beint til umsækjenda utan EES að hefjast strax handa við undirbúning dvalarleyfisumsóknar. Umsækjendur ættu því að hefja þá vinnu samhliða öflun gagna fyrir umsókn um nám og bíða EKKI eftir samþykkt um skólavist. Sé þessu ferli fylgt ætti að vinnast nægur tími til að afla nauðsynlegra gagna fyrir dvalarleyfi.
Allar nánari upplýsingar um námsleiðirnar tvær má nálgast á vefsíðum þeirra:
Frekari upplýsingar vegna COVID-19 er varða umsækjendur má nálgast á sérstakri upplýsingasíðu á ensku.