fimmtudagur 15. október 2009

Fræðslumiðstöð Vestfjarða tíu ára

Gestur Vísindaports Háskólaseturs föstudaginn 16. október er Smári Haraldsson forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Í erindi sínu mun Smári fjalla um aðdraganda og stofnun Fræðslumiðstöðvarinnar og setja í samhengi við þær hræringar sem áttu sér stað í fullorðinsfræðslu á Íslandi um þær mundir. Jafnframt mun hann lýsa þróun fullorðinsfræðslunnar á landinu síðastliðin tíu ár. Að lokum mun Smári fara yfir tíu ára sögu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og greina frá því sem nú er á döfinni hjá miðstöðinni.

 

Sem fyrr hefst Vísindaportið klukkan 12.10 og fer fram í kaffisal Háskólaseturs og eru allir velkomnir.