þriðjudagur 8. september 2009

Forvitnilegt efni af málþingi

Vel heppnuðu málþingi um skipulag og stjórnun strandsvæða lauk föstudaginn 4. september með fyrirlestrum tveggja erlendra gesta, þeirra Lorriane Gray frá NAFC Marine Centre á Hjaltlandi og Claire M. O´Neill frá Cinqe Terra þjóðgarðinum á Ítalíu.

Á málþinginu tók einnig til máls Rodrigo Menafra kennari við Háskólasetur Vestfjarða sem kynnti haf- og strandsvæðastjórnun og -skipulag í Kanada. Auk þess tóku til máls innlendir sérfræðinga frá Háskólasetri Vestfjarða, Háskóla Íslands, Matís, Orkustofnun, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Teiknistofunni Eik, Sjávarútvegsþjónustunni og Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytinu. Þessi fjölbreytti hópur fyrirlesara gefur ágætlega til kynna hve fjölþætt skiplag og stjórnun haf- og strandsvæða er. Enda var markmið málþingsins var að gefa gott yfirlit yfir stjórnunarfyrirkomulag þessara svæða á Íslandi, jafnframt því að veita innsýn í hvernig haldið er á málefnum haf- og strandsvæða annarsstaðar í heiminum.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér efni málþingsins betur geta skoðað skyggnur flestra fyrirlestranna, sem nú eru aðgengilegar á vefnum, auk skyggna úr kynningum sem þrír hópar meistaranemar héldu á málþinginu.