fimmtudagur 19. júní 2008

Forstöðumaður Háskólaseturs heimsækir Háskólann á Grænlandi

Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða, er í fylgdarliði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra sem heldur í opinberri heimsókn til Grænlands á föstudaginn 20. júní. Peter mun meðal annars funda með grænlenskum háskólayfirvöldum, en heimsóknin veitir kærkomið tækifæri til að efla samskipti Háskólaseturs Vestfjarða við Háskólann á Grænlandi. Aukið samstarf þessara norðlægu háskólastofnanna býður upp á fjölda áhugaverðra kosta. Meðal annars með tilliti til meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun sem hefst við Háskólasetrið næsta haust, en grænlenskum námsmönnum verður sérstaklega boðin námsdvöl skólaárið 2009-2010.