Fornleifarannsóknir á Skriðuklaustri
Í Vísindaporti föstudagsins mun fræðimaður frá Háskóla Íslands flytja erindi í tengslum við prófessorsstöðu Jóns Sigurðssonar. Að þessu sinni er það Steinunn J. Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, sem mun fjalla um uppgröftin á Skriðuklaustri.
Steinunn mun lesa valda kafla upp úr nýútkominni bók sinni um uppgröftinn á Skriðuklaustri, Sagan af klaustrinu á Skriðu. Hún mun jafnframt flétta saman við upplesturinn frásögnum af því sem fram kom meðan á honum stóð. Á Skriðuklaustri var rekið klaustur með spítalatengdri starfsemi frá lokum fimmtándu aldar fram til siðaskipta um 1550. Við uppgröftinn fundust byggingar klaustursins sem höfðu legið týndar í aldir. Þá fundust einnig bein þeirra starfsmanna og sjúklinga sem dóu í klaustrinu.
Steinunn J. Kristjánsdóttir er dósent við Háskóla Íslands. Hún stundaði nám við Háskólann í Gautaborg, Svíþjóð og lauk þaðan Fil.kand. gráðu 1993, Fil.mag gráðu 1994 og Fil.dr. gráðu í fornleifafræði árið 2004.
Vísindaport er öllum opið, það hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Verið velkomin.
Steinunn mun lesa valda kafla upp úr nýútkominni bók sinni um uppgröftinn á Skriðuklaustri, Sagan af klaustrinu á Skriðu. Hún mun jafnframt flétta saman við upplesturinn frásögnum af því sem fram kom meðan á honum stóð. Á Skriðuklaustri var rekið klaustur með spítalatengdri starfsemi frá lokum fimmtándu aldar fram til siðaskipta um 1550. Við uppgröftinn fundust byggingar klaustursins sem höfðu legið týndar í aldir. Þá fundust einnig bein þeirra starfsmanna og sjúklinga sem dóu í klaustrinu.
Steinunn J. Kristjánsdóttir er dósent við Háskóla Íslands. Hún stundaði nám við Háskólann í Gautaborg, Svíþjóð og lauk þaðan Fil.kand. gráðu 1993, Fil.mag gráðu 1994 og Fil.dr. gráðu í fornleifafræði árið 2004.
Vísindaport er öllum opið, það hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Verið velkomin.