Fjöruhreinsun og gagnasöfnun í vettvangsferð
Þessa dagana sitja nemendur í haf- og strandsvæðstjórnun námskeið um mengun á strandsvæðum á norðurslóðum. Liður í námskeiðnu var vettvangsferð sem farin var til Bolungarvíkur þar sem sköpunargleðin blómstraði. Rusli var safnað á ströndinni, vigtað og flokkað en auk þess var gerð snjókerling sem skartaði hárkollu úr þangi. Í framhaldinu munu nemendur svo skrifa skýrslu sem byggir á gögnum sem safnað var á vettvangi.
Námskeiðið er kennt af Pernillu Carlsson nýdoktor. Hún lauk doktorsprófi frá Háskólasetrinu á Svalbarða með ritgerð sem ber titilinn Selective uptake processes of environmental pollutants induced by climate changes. Pernilla bjó á Svalbarða í fimm ár þar sem hún stundaði rannsóknir og kennslu auk þess að reka köfunarþjónustu og þjálfa sleðahunda.
Þegar námskeiðinu um mengun strandsvæða á norðurslóðum lýkur tekur við námskeiðið Evaluating Sustainable Fisheries þar sem sjónum verður beint að sjálfbærum fiskveðum eins og nafnið gefur til kynna.