Fjölmennt íslenskunámskeið við Háskólasetur Vestfjarða
Mánudaginn 4. ágúst hófst fjölmennt íslenskunámskeið við Háskólasetur Vestfjarða. Þátttakendur eru um áttatíu talsins, en flestir þeirra eru skiptinemar sem munu stunda nám við háskóla á Íslandi í vetur. Námskeiðið er skipulagt í samstarfi við Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins og er styrkt af Evrópusambandinu og Nordplus-áætluninni. Kennslan fer fram á Núpi í Dýrafirði og á Ísafirði og mun standa yfir í þrjár vikur. Kennarar námskeiðsins eru bæði heimamenn og lengra að komnir, en hafa allir víðtæka reynslu af að kenna íslensku fyrir útlendinga.
Þótt nemendur sem sækja nám á Íslandi í hálft eða eitt ár eigi flestir eftir að stunda sitt háskólanám á ensku er mikilvægt fyrir þá að kynnast íslenskri tungu og menningu en ekki síst að geta bjargað sér í samfélaginu. Af þeim sökum eru nemendur hvattir til að tala íslensku frá fyrsta degi og mun námið sjálft beinlínis gera ráð fyrir að þeir reyni kunnáttu sína úti í samfélaginu. Námið mun því fara fram víða en innan veggja skólastofunnar, til dæmis í vettvangsferðum um Ísafjarðarbæ og heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Einnig munu nemendur læra framburð í gegnum kórsöng, horfa á íslenskar kvikmyndir og hlýða á fyrirlestra og leiðsagnir um svæðið á einfaldri íslensku. Þess utan verður boðið upp á ýmsar skemmtiferðir um Vestfirði, meðal annars siglingu og sjóstangveiði í Önundarfirði, ferðir á Látrabjarg og suðurfirði Vestfjarða og um slóðir Gísla Súrssonar í Geirþjófsfirði.
Þótt nemendur sem sækja nám á Íslandi í hálft eða eitt ár eigi flestir eftir að stunda sitt háskólanám á ensku er mikilvægt fyrir þá að kynnast íslenskri tungu og menningu en ekki síst að geta bjargað sér í samfélaginu. Af þeim sökum eru nemendur hvattir til að tala íslensku frá fyrsta degi og mun námið sjálft beinlínis gera ráð fyrir að þeir reyni kunnáttu sína úti í samfélaginu. Námið mun því fara fram víða en innan veggja skólastofunnar, til dæmis í vettvangsferðum um Ísafjarðarbæ og heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Einnig munu nemendur læra framburð í gegnum kórsöng, horfa á íslenskar kvikmyndir og hlýða á fyrirlestra og leiðsagnir um svæðið á einfaldri íslensku. Þess utan verður boðið upp á ýmsar skemmtiferðir um Vestfirði, meðal annars siglingu og sjóstangveiði í Önundarfirði, ferðir á Látrabjarg og suðurfirði Vestfjarða og um slóðir Gísla Súrssonar í Geirþjófsfirði.