Fjölmenn íslenskunámskeið hafin
[mynd 1 h]Það var mikið um að vera hjá Háskólasetri Vestfjarða í gær, á frídegi verslunarmanna, þegar íslenskunámskeið fyrir erlenda nemendur hófust formlega. Aldrei hafa fleiri þátttakendur verið á námskeiðunum en alls munu 165 nemendur dvelja á Vestfjörðum næstu þrjár vikurnar til að nema íslenska tungu og menningu.
Þetta er umtalsverð aukning frá metárinu í fyrra þegar 115 nemendur skráðu sig til leiks. Þessi mikla aukning hefur haft það í för með sér að Háskólasetrið hefur þurft að bæta við ýmsa aðkeypta þjónustu svo sem vegna rútuferða, leiksýninga og veitinga. Í aðdraganda námskeiðsins komu einnig í ljós ákveðin vandamál hvað gistipláss á Ísafirði varðar þótt allir hafi á endanum fengið húsaskjól.
[mynd 2 h]Stærstur hluti nemendanna, eða 85, koma til landsins á vegum Erasmus og Nordplus nemendaskiptaáætlananna og munu því allir stunda nám við íslenska háskóla í vetur. Háskólasetrið hefur haft umsjón með þriggja vikna íslenskunámskeiði fyrir þessa nemendur frá árinu 2008 og er þetta því sjötta árið sem slíkt námskeið er haldið á Vestfjörðum. Erasmus og Nordplus nemendurnir dvelja allir á Hótel Núpi við Dýrafjörð á meðan á námskeiðinu stendur. Kennslustofur gamla héraðsskólans nýtast því aftur í sínum upphaflega tilgangi þótt nemendur sæki einnig kennslustundir í Háskólasetrinu á Ísafirði. Aðrir nemendur sækja fernskonar námskeið á Ísafirði: þriggja vikna byrjendanámskeið; tveggja vikna framhaldsnámskeið; vikulangt byrjendanámskeið og námskeið um Gísla sögu og forníslensku. Nemendahópurinn á Ísafirði er blanda af skiptinemum sem ekki eru á vegum Erasmus og Nordplus, nemendum sem munu stunda meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið og öðrum áhugasömum einstaklingum sem vilja læra íslensku.
Háskólasetur Vestfjarða hefur undanfarin ár sérhæft sig í sumarnámskeiðum í íslensku fyrir erlenda nemendur og hefur náð að skapa sér ákveðna sérstöðu á landsvísu hvað slíkt námsframboð varðar. Sú ánægjulega fjölgun nemenda sem hefur átt sér stað í ár er ótvíræður vitnisburður um að íslenskunámskeið Háskólaseturs hafa fest sig rækilega í sessi og eiga alla möguleika á að vaxa enn og dafna.
Þetta er umtalsverð aukning frá metárinu í fyrra þegar 115 nemendur skráðu sig til leiks. Þessi mikla aukning hefur haft það í för með sér að Háskólasetrið hefur þurft að bæta við ýmsa aðkeypta þjónustu svo sem vegna rútuferða, leiksýninga og veitinga. Í aðdraganda námskeiðsins komu einnig í ljós ákveðin vandamál hvað gistipláss á Ísafirði varðar þótt allir hafi á endanum fengið húsaskjól.
[mynd 2 h]Stærstur hluti nemendanna, eða 85, koma til landsins á vegum Erasmus og Nordplus nemendaskiptaáætlananna og munu því allir stunda nám við íslenska háskóla í vetur. Háskólasetrið hefur haft umsjón með þriggja vikna íslenskunámskeiði fyrir þessa nemendur frá árinu 2008 og er þetta því sjötta árið sem slíkt námskeið er haldið á Vestfjörðum. Erasmus og Nordplus nemendurnir dvelja allir á Hótel Núpi við Dýrafjörð á meðan á námskeiðinu stendur. Kennslustofur gamla héraðsskólans nýtast því aftur í sínum upphaflega tilgangi þótt nemendur sæki einnig kennslustundir í Háskólasetrinu á Ísafirði. Aðrir nemendur sækja fernskonar námskeið á Ísafirði: þriggja vikna byrjendanámskeið; tveggja vikna framhaldsnámskeið; vikulangt byrjendanámskeið og námskeið um Gísla sögu og forníslensku. Nemendahópurinn á Ísafirði er blanda af skiptinemum sem ekki eru á vegum Erasmus og Nordplus, nemendum sem munu stunda meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið og öðrum áhugasömum einstaklingum sem vilja læra íslensku.
Háskólasetur Vestfjarða hefur undanfarin ár sérhæft sig í sumarnámskeiðum í íslensku fyrir erlenda nemendur og hefur náð að skapa sér ákveðna sérstöðu á landsvísu hvað slíkt námsframboð varðar. Sú ánægjulega fjölgun nemenda sem hefur átt sér stað í ár er ótvíræður vitnisburður um að íslenskunámskeið Háskólaseturs hafa fest sig rækilega í sessi og eiga alla möguleika á að vaxa enn og dafna.