fimmtudagur 27. mars 2008

Fjarnám við Háskólann á Akureyri skólaárið 2008-2009

Haustið 2008 býður Háskólinn á Akureyri væntanlegum nemendum að innrita sig í fjarnám á eftirfarandi fræðasviðum:

Nám

Gráða

Einingar

Heilbrigðisdeild

 

 

Hjúkrunarfræði

B.S

240 ECTS

Iðjuþjálfunarfræði

B.S

240 ECTS

Kennaradeild

 

 

Grunnskólakennarafræði

B.Ed.

180 ECTS

Leikskólakennarafræði

B.Ed.

180 ECTS

Viðskipta-  og raunvísindadeild

 

 

Líftækni

B.S

180 ECTS

Sjávarútvegsfræði

B.S.

180 ECTS

Umhverfis- og orkufræði

B.S

180 ECTS

Viðskiptafræði

B.S

180 ECTS

 

  • Námsfyrirkomulag er misjafnt eftir deildum og væntanlegir nemendur eru beðnir um að kynna sér rækilega hvernig fyrirkomulag er í því námi sem þeir hyggjast innrita sig í.
  • Fjarnemar greiða sömu innritunargjöld og aðrir nemendur við háskólann. 

Nánari upplýsingar eru á www.unak.is eða í síma 460 8000.

 
B.S.-nám í hjúkrunarfræði
Veturinn 2008-2009 stendur fjarnám í hjúkrunarfræði á fyrsta ári til boða á Ísafirði og Sauðárkróki. Eftir samkeppnispróf í desember er reiknað með að heildartala nemenda á fyrsta ári á vormisseri 2009 verði 48.
 
Nám til B.S. prófs í hjúkrunarfræði tekur 4 ár. Inntökuskilyrði eru að öllu jöfnu stúdentspróf eða sambærileg menntun. Hjúkrunarfræðingar frá Háskólanum á Akureyri eiga að vera faglega færir um að gegna almennum hjúkrunarstörfum, svo og stjórnunar- og fræðslustörfum á flestum sviðum heilbrigðisþjónustu. Atvinnumöguleikar eru fjölbreytilegir hérlendis og erlendis, enda er námið alþjóðlega viðurkennt og þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga virðist stöðugt aukast.

Kennsla fer að mestu fram um myndfundabúnað og er kennsluefni í flestum námskeiðum lagt fram á WebCT. Kennslustundum í staðnámi er miðlað til fjarnema með aðstoð myndfundabúnaðar. Kennsla staðar- og fjarnema fer því fram samtímis.

B.S.-nám í iðjuþjálfunarfræði
Frá og með haustinu 2008 er boðið upp á fjarnám í iðjuþjálfunarfræði með kennslulotum á Akureyri. Með þessu móti er hægt að stunda nám í iðjuþjálfun hvar sem er á landinu, óháð búsetu. Eftir samkeppnispróf í desember er reiknað með að heildartala nemenda á fyrsta ári á vormisseri 2009 verði 25.

Háskólinn á Akureyri er eina íslenska menntastofnunin sem býður upp á nám í iðjuþjálfun. Áherslur og námsefni eru sótt til iðjuvísinda, heilbrigðisvísinda, raunvísinda og félagsvísinda. Nám til B.S. prófs í iðjuþjálfunarfræði tekur 4 ár. Inntökuskilyrði eru að öllu jöfnu stúdentspróf eða sambærileg menntun. Námið er markviss undirbúningur undir þau fjölbreyttu störf sem iðjuþjálfar sinna innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, í skólakerfinu og á almenntum markaði.  

Fjarnemar eru í „sjálfsnámi" milli þess sem þeir eru í kennslulotum á Akureyri. Námsefni verður aðgengilegt á netinu. Í einhverjum tilvikum verða kennslustundir fyrir  staðarnema sendar út beint eða teknar upp og gerðar aðgengilegar á vefnum. Í lotum sækja fjarnemar tíma með staðarnemum þar sem megináhersla verður lögð á verklega þjálfun og umræður. Loturnar verða u.þ.b. vikulangar einu sinni til tvisvar á misseri.

Það er kostur fyrir nemendur ef þeir geta stundað námið saman og notið þeirrar aðstöðu sem er að finna hjá Háskólasetri Vestfjarða.