miðvikudagur 14. desember 2011

Fjarnám í hjúkrunarfræði haustið 2012?

Undanfarin 12 ár hefur Háskólinn á Akureyri verið með fjarnámshóp í hjúkrunarfræði staðsettan á Ísafirði. Nú í vor mun þriðji útskrifarhópurinn útskrifast en hann telur 6 nema. Þar með hafa 20 hjúkrunarfræðingar útskrifast frá Háskólanum á Akureyri en staðsettir á Ísafirði.

Vilji er til að áframhald verði á fjarkennslu í hjúkrunarfræði til Ísafjarðar og hefur Háskólinn á Akureyri samþykkt að fara af stað með nýjan hóp strax næsta haust ef tilskilinn fjöldi sækir um. En kröfur eru gerðar um að a.m.k. 10 nemendur séu í hóp á þeim stöðum þar sem farið er af stað með fjarnkennsluhóp. Nú þegar hafa sjö aðilar haft samband og líst yfir áhuga á að hefja nám í hjúkrunarfræði en betur má ef duga skal.

Hvetjum við því alla sem eru að hugleiða fjarnám í hjúkrun frá Ísafirði að hafa samband við Háskólasetur (kristin@uwestfjords.is).


Háskólasetur Vestfjarða
Háskólasetur Vestfjarða