miðvikudagur 26. mars 2008

Fjarnám í hjúkrunarfræði haustið 2008

Nú í haust hyggst Háskólinn á Akureyri taka inn nýjan hóp á Ísafirði í fjarnám í hjúkrunarfræði. Umsóknarfrestur í fjarnámið er 15. apríl n.k. Þeir sem hafa áhuga á að leggja stunda á hjúkrunarfræðinám eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri þar sem það gætu orðið allnokkur ár þar til tækifæri til að hefja fjarnám í hjúkrunarfræði stendur aftur til boða. Sótt er um á heimasíðu Háskólans á Akureyri, www.unak.is, en nemendur munu stunda námið frá Háskólasetri Vestfjarða í gegnum fjarfundarbúnað. Upplýsingar um innihald námsins er að finna á heimasíðu HA, undir hjúkrunarfræði. Einnig veita Árún K. Sigurðardóttir, brautarstjóri hjúkrunarfræðibrautar, sími 460 8464/arun@unak.is og Lára Garðarsdóttr sími 460 8036/larag@unak.is, upplýsingar um námið.