þriðjudagur 15. apríl 2008

Fjarnám í Grunnskólakennarafræði

Nú í vor eru 7 fjarnemendur Háskólaseturs að fara að útskrifast úr grunnskólakennarafræði frá Háskólanum á Akureyri. Þessi hópur hefur stundað nám síðastliðin fjögur ár og er þar á ferðinni samheldin hópur. Háskólinn á Akureyri tekur yfirleitt aðeins inn nemendur í grunnskólakennarafræði í hópum og því er tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga á að læra til grunnskólakennara að hefja nám með nýjum hópi í haust. Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að láta vita af sér hjá Háskólasetrinu með því að senda tölvupóst á netfangið marthalilja@hsvest.is. Um námið sjálft er svo sótt hjá Háskólanum á Akureyri og eru allar upplýsingar að finna á heimasíðu skólans www.unak.is en þar má einnig finna upplýsingar um annað nám sem er í boði í fjarnámi, s.s. iðjuþjálfunarfræði, hjúkrunarfræði, leikskólakennarafræði og viðskiptafræði.

Áhugasamir kennaranemar; Auður Hanna Ragnarsdóttir, Kristín Oddsdóttir og Elvar Reynisson
Áhugasamir kennaranemar; Auður Hanna Ragnarsdóttir, Kristín Oddsdóttir og Elvar Reynisson