Fjarðarannsóknir, líffræðilegur fjölbreytileiki og hafskipulag í forgrunni
Á dögunum hittust rannsóknarsvið Norðurslóðaháskólans (UArctic Thematic Networks) á Akureyri. Innan þeirra er að finna rannsóknarsvið sem nefnist Haf og Strönd. Því er stýrt sameiginlega af Háskólanum á Akureyri og Háskólasetri Vestfjarða. Á Akureyri drógu Hreiðar Þór Valtýsson (HA), Peter Weiss (Háskólasetri Vestfjarða) og Öyvind Paasche (Bergen Marine Forskningsklynge, Noregi) upp framtíðaráherslur áðurnefnds rannsóknarsviðs, Haf og Strönd. Markmið þess er að tryggja að strandsvæðasamfélög geta í framtíðinni líkt og nú haft afkomu sína af nýtingu auðlinda hafs og stranda með það í huga að bæta verðmætasköpun og sjálfbæra nýtingu.
Fyrirhugaðar áherslur rannsóknanetsins eru fjarðarannsóknir, líffræðilegur fjölbreytileiki og hafskipulag (MSP).