fimmtudagur 11. nóvember 2010

Fjallað um meistaranámið í Sídegisútvarpinu

Síðdegisútvarp Rásar tvö fjallaði um meistranám í haf- og strandsvæðastjórnun í gær. Rætt var við Dagnýju Arnarsdóttur fagstjóra og tvo nemendur, þau William Davies frá Bretlandi sem hóf nám síðastliðinn september og Jennifer Brown, frá Kanada sem nú vinnur að lokaritgerð sinni.

Viðtölin eru aðgengileg næstu tvær vikur á vef Ríkisútvarpsins.