Fjallað um haf- og strandsvæðastjórnun á vefsíðu UMB
Nýverið birtist umfjöllun um meistaranámið í haf- og strandsvæðastjórnun á heimasíðu Universitetet for miljö- og biovitenskap (UMB) í Noregi. Fyrr á þessu ári kenndi Morten Edvardsen, prófessor við UMB, námskeið um skipulag haf- og strandsvæða í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun og mun hann kenna sama námskeið snemma á næsta ári. Í umfjölluninni á vefsíðu UMB nefnir Edvardsen m.a. að hann sjái fyrir sér að störf hans við Háskólasetur Vestfjarða geti leitt til frekara samstarfs fagaðila hér á landi og í Noregi í kennslu og rannsóknir um skipulag strandsvæða.
Þess má geta að námskeið Edvardsens hefst 15. febrúar og stndur til 5. mars og er líkt og önnur námskeið meistaranámsins opin fyrir áhugasömum þátttakendum, ekki síst fagaðilum, sem standast almenn inntökuskilyrði námsins.
Þess má geta að námskeið Edvardsens hefst 15. febrúar og stndur til 5. mars og er líkt og önnur námskeið meistaranámsins opin fyrir áhugasömum þátttakendum, ekki síst fagaðilum, sem standast almenn inntökuskilyrði námsins.