fimmtudagur 26. febrúar 2009

Fjallað um Starfsendurhæfingu Vestfjarða

Í byrjun janúar tók tók Starfsendurhæfing Vestfjarða til starfa í Vestrahúsinu á Ísafirði, en stofnunin var sett á fót í september síðastliðnum af 21 stofnaðilum. Í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða, föstudaginn 27. febrúar mun Harpa Kristjánsdóttir iðjuþjálfi og forstöðumaður Starfsendurhæfingar Vestfjarða, segja frá starfsemi stofnunarinnar.

Í erindi sínu mun Harpa segja stuttlega frá forsögu og undirbúningi Starfsendurhæfingarinnar, markmiðum og markhópi. Einnig mun hún segja frá starfseminni sjálfri og hvernig ætlunin er að henni verði háttað í framtíðinni.

 

Harpa er iðjuþjálfi, menntuð í Danmörku og hefur búið þar síðastliðin 12 ár og hefur starfað sem iðjuþjálfi í Kaupmannahöfn frá árinu 2000.

 

Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum og hefst stundvíslega kl. 12.10. Það fer fram í kaffisal Háskólaseturs og eru allir velkomnir.