miðvikudagur 16. janúar 2008

Fjallað um Háskólasetur heima og erlendis

Nýverið birtist umfjöllun um Háskólasetur Vestfjarða á heimasíðu University of the Arctic sem er alþjóðlegt samstarfsnet háskólastofnana á norðurslóðum. Í greininni er einkum fjallað um meistaranámið í haf- og strandsvæðastjórnun sem hefst í haust, en skráning í námið er þegar hafin. Greinin er á ensku en hana má lesa í heild sinni á heimasíðu Universtiy of the Arctic. Einnig mun greinin birtast í tímariti University of the Arctic, Shared Voices sem hefur yfir 3000 lesendur og er dreift víða um heim.


Þess má einnig geta að nokkuð hefur verið fjallað um meistaranámið í haf- og strandsvæðastjórnun í íslenskum fjölmiðlum að undanförnu. Laugardaginn 5. janúar birtist ítarlegt viðtal um námið við Peter Weiss forstöðumann í sérblaði Morgunblaðsins um menntun og fimmtudaginn 10. janúar ræddi Fréttablaðið stuttlega við Inga Björn Guðnason verkefnastjóra um sama mál. Þá birtist góð umfjöllun um frumgreinanámið sem hófst í byrjun janúar í Fréttablaðinu á mánudaginn var.