Fiskeldisfóður úr skordýrum
Sigríður Gísladóttir, framkvæmdastjóri Víur ehf., mætir í Vísindaport vikunnar og fjallar um ræktun á hermannaflugum. Fyrirtækið Víur undirbýr nú framleiðslu á skordýrum til að fóðra eldisfisk, en Víur ætla að rækta lirfur svörtu hermannaflugunnar á lífrænum úrgangi til að framleiða fiskeldisfóður.
Í erindi sínu mun hún fjalla um skordýraræktun, neyslu og notkun skordýra, þörf heimsbyggðarinnar fyrir nýja próteingjafa og möguleika Íslendinga til að taka þátt í skordýrabyltingunni.
Sigríður Gísladóttir er dýralæknir frá Norska dýralæknaskólanum og búfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Vísindaport eru öllum opin og hefjast klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs.