fimmtudagur 26. september 2013

Fimmtíu nemendur frá HÍ

Fimmtíu nemendur á lokaári í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands hafa dvalið á Ísafirði í vikunni í tengslum við námskeiðið Námsferð innanlands. Nemendurnir hafa haft bækistöðvar og vinnuaðstöðu í Háskólasetri Vestfjarða á meðan þeir vinna að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að málefnum Vestfjarða. Hópnum fylgja tveir dósentar í ferðamálafræði þær Anna Dóra Sæþórsdóttir og Rannveig Ólafsdóttir. Ítarlega er fjallað um námsferðina á vef Bæjarins besta.