miðvikudagur 28. júlí 2010

Fimm ára yfirlitsrit

Í ár fagnar Háskólasetur Vestfjarða því að fimm ár eru liðin frá því það tók til starfa. Afmælisárið hefur verið viðburðarríkt en segja má að hápunktar þess hingað til séu útskrift fyrstu frumgreinanemanna í janúar frá Háskólanum í Reykjavík og útskrift meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun í júní frá Háskólanum á Akureyri.

Í tengslum við síðarnefndu útskriftina gaf Háskólasetrið út veglegt yfirlitsrit á íslensku og ensku um starfsemi þess síðastliðin fimm ár. Þetta rit er nú aðgengilegt á pdf formi hér á vefnum.

Útskriftarnemar úr meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun ásamt Stefáni B. Sigurðssyni, rektor HA, Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra og Peter Weiss forstöðumanni Háskólaseturs. Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson.
Útskriftarnemar úr meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun ásamt Stefáni B. Sigurðssyni, rektor HA, Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra og Peter Weiss forstöðumanni Háskólaseturs. Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson.