Fagstjóri Háskólaseturs birtir grein um fiskveiðistjórnun á Íslandi
Nýlega fékk dr. Catherine Chambers, fagstjóri Háskólaseturs í Haf- og strandsvæðastjórnun, irta grein í fagtímaritinu Coastal Management þar sem fjallað er um hvernig útgerðin á Íslandi getur tekið félagsvísindin sér til aðstoðar við ákvarðanatöku. Í rannsóknum sínum hefur Catherine beint sjónum sínum að afstöðu sjómanna á smærri skipum og íbúa sjávarbyggða til fiskveiðistjórnunarkerfisins.
Greinina ritaði Catherine ásamt Mattias Kokorsch en hann stundar rannsóknir við Háskóla Íslands á málefnum sjávarbyggða og á byggðaþróun. Rýnt er í félagsvísindalegar rannsóknir í fiskveiðistjórnun á Íslandi og koma höfundar með tillögu að því hvernig hægt væri að vinna að sjálfbærri fiskveiðistjórnun.
Lesa má greinina í heild sinni hér.