Ertu í fjarnámi eða langar þig aftur í nám?
Vísindaport föstudaginn 2. september: Ertu einmana í fjarnámi eða langar þig aftur í nám?
Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Menntaskólinn á Ísafirði bjóða upp á fjölbreytta þjónustu og ólík úrræði fyrir þig.
Föstudaginn 2. september verður boðið upp á menntastefnu í Vísindaporti. Starfsmenn Háskólaseturs, Fræðslumiðstöðvar og MÍ munu kynna fjölbreytta þjónustu fyrir fjarnema og fólk í leit að fræðslu- og námsleiðum á framhalds- og háskólastigi.
Á haustin fáum við fjölda fyrirspurna frá fólki á öllum aldri sem langar að skella sér í nám en veit ekki hvar það á að byrja. Einnig er hópur fólks í fjarnámi sem vantar aðstöðu til náms eða langar einfaldlega að hitta aðra fjarnema. Þessar fjölbreyttu spurningar krefjast fjölbreyttra úrræða og því langar okkur að bjóða öllum áhugasömum að koma í Vísindaport og fá kynningu á þjónustu þessara stofnana.
Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir, verkefnastjóri og Astrid Fehling, kennslustjóri fara yfir þjónustu á vegum Háskólasetursins
Dagný Sveinbjörnsdóttir, verkefnastjóri fjallar um fjölbreytt tækifæri á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða
Martha Kristín Pálmadóttir, áfanga- og fjarnámsstjóri og Erna Sigrún Jónsdóttir, námsráðgjafi við Menntaskólann á Ísafirði, munu fara yfir fjölbreytta möguleika til náms við Menntaskólann.
Á eftir verður tækifæri til að spyrja spurninga, spjalla og skoða aðstöðu Háskólaseturs og Fræðslumiðstöðvar.
Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku, því verður streymt í gegnum webinar/zoom
Hlekkur á Webinar: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439
Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/1twUcQWL7
Öll hjartanlega velkomin!
Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu@uw.is
Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir, verkefnastjóri við Háskólasetur Vestfjarða - sissu@uw.is
Astrid Fehling, kennslustjóri við Háskólasetur Vestfjarða - astrid@uw.is
Dagný Sveinbjörnsdóttir, Verkefnastjóri Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða - dagny@frmst.is
Erna Sigrún Jónsdóttir, námsráðgjafi - erna@misa.is
Martha Kristín Pálmadóttir, áfanga- og fjarnámsstjóri við Menntaskólann á Ísafirði -
marthakp@misa.is