fimmtudagur 2. febrúar 2012

Er persónuleg læknismeðferð möguleiki í okkar framtíð?

Dr. Betty Gallucci verður í Vísindaporti föstudaginn 3. febrúar þar sem hún mun fjalla um möguleika læknisfræðinnar á persónulegri meðferð.

Möguleikinn á persónulegri lyfjagjöf varð að veruleika með tilkomu þekkingar á genamengi mannsins. Lyfjaerfðafræðin lofaði að sníða ávísun lyfja að hverjum einstaklingi fyrir sig. Með því að þekkja erfðafræði sjúklingsins á læknirinn að vera fær um að velja rétt lyf í réttum skömmtum. Með því að vita genasamsetningu æxlis, ætti að vera hægt að velja rétt lyf til að vinna á æxli einstaklingsins. En er einstaklingsmiðuð lyfjafræði barnaleg hugmynd? Er persónuleg lyfjagjöf raunhæf ef litið er til samþættingu á milli erfða einstaklingsins, frumna, efnaskipta, umhverfis og samfélags? Hver er raunveruleikinn? Ætti umræðan að vera um sjúklingsmiðaða lyfjagjöf?

Dr. Betty Gallucci er aðstoðardeildarstjóri náms í hjúkrunarfræðideild Háskólans í Washington, Seattle. Sérfræðiþekking hennar snýr að krabbameinssjúklingum, hvernig líffræði æxla, ónæmisfræði og erfðafræði hafa áhrif á krabbameinsmeðferð.

Vísindaportið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs og hefst klukkan 12:10. Það er öllum opið og að þessu sinni fer erindið fram á ensku