miðvikudagur 31. ágúst 2011

Er meistaraprófsverkefni lausn á deilunni um Vestfjarðarveg?

Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Bjarna M. Jónsson sem útskrifaðist úr meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun árið 2010 um lokaverkefni hans í náminu. Bjarni kynnti hugmyndir sínar um þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun fyrir sérstakri sáttanefnd sem innanríkisráðherra skipaði vegna deilunnar um Vestfjarðaveg um Gufudalssveit og Reykhólahrepp.

Frétt um málið má nálgast á vefnum visir.is og þar má jafnframt horfa á viðtalið úr fréttum Stöðvar 2.

Einnig má nálgast ritgerð Bjarna í heild sinni á undirsíðunni Rannsóknir nemenda hér á vef Háskólaseturs ásamt öðrum lokaverkefnum útskriftarnema í haf- og strandsvæðastjórnun.

Kort af svæðinu sem um ræðir ásamt mögulegum veg- og brúar- og virkjunarstæðum.
Kort af svæðinu sem um ræðir ásamt mögulegum veg- og brúar- og virkjunarstæðum.