miðvikudagur 2. febrúar 2011

Er EarthCheck vottun árangursríkt markaðstæki fyrir sjálfbæra ferðamennsku?

Fimmtudaginn 3. febrúar kynnir Lindsay Church meistaraprófsritgerð sína til 30 eininga í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Ritgerðin fjallar um árangur af upptöku umhverfisvottuninnar EarthCheck á Snæfellsnesi og hvernig Vestfirðingar geta lært af þeirri reynslu, einkum með tilliti til markaðssetningar sjálfbærrar ferðamennsku.

Ritgerðin ber titilinn A Case Study on Snæfellsnes Peninsula, Iceland: Is EarthCheck community standard an effective sustainable tourism marketing tool? . Leiðbeinandi er Kjartan Bollason, lektor í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum og prófdómari er Dr. Rannveig Ólafsdóttir, dósent í ferðamálfræði við Háskóla Íslands.

ATHUGIÐ! AF ÓVIÐRÁÐANLEGUM ÁSTÆÐUM SEINKAR ERINDINU TIL 15.15 Í STAÐ 15.00 EINS OG AUGLÝST VAR.

Erindið fer fram í stofu 1-2 í Háskólasetri Vestfjarða, það er opið almenningi og hefst kl. 15.15. Einnig verður erindið sýnt í fjarfundabúnaði í fjarkennslustofu Háskóla Íslands í Odda. Auk þess verður vefútsending aðgengileg á vef Háskólaseturs í gegnum slóðina: (http://media.netsel.is/hsvest).

Ágrip
Ferðamálasamtök Vestfjarða ákváðu árið 2010 að stefna að því að taka upp EarthCheck umhverfisvottunina fyrir Vestfirði. Markmið þessarar rannsóknar var að ákvarða hvort EarthCheck vottun, sem Snæfellsnes hefur þegar tekið upp, hafi bætt umhverfislega, hagræna og félagslega þætti. Einnig hvort EarthCheck vottun hafi reynst árangursríkt markaðstæki fyrir sjálfbæra ferðamennsku og að lokum hvernig Vestfirðir dregið lærdóm af reynslu Snæfellsness við innleiðingu EarthCheck vottunarinnar. Tvær vettvangsheimsóknir, sjö EarthCheck gögn (skjöl og útgefið efni) og þrettán viðtöl leiddu í ljós fjölda áhugaverðra atriði sem síðan voru greind með SWOT greiningu (styrkleika-, veikleika, ógnana- og tækifæragreiningu). Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að umhverfisleg áhrif á Snæfellsnesi voru heilt á litið jákvæð, auk þess sem hugarfar íbúa um umhverfismál breyttist sem telja má að hafi átt sér stað fyrir tilstuðlan EarthCheck vottunarinnar. Svæðisbundin jákvæð efnahagsleg áhrif Snæfellsness voru ekki greinanleg, en tekið skal fram að jákvæð efnahagsleg áhrif eru ekki meginmarkmið EarthCheck verkefna. Enn sem komið er hefur EarthChekc vottunin ekki verið nýtt sem markaðssetningartæki, til að laða ferðamenn að svæðinu, svo ekki var unnt að fjalla um það rannsóknarmarkmið á viðundandi hátt. Í rannsókninni eru að lokum settar fram nokkrar ráðlegginga, bæði fyrir Snæfellsnes og Vesfirði, með það að markmiði að veita gagnlegar tillögur um hvernig megi hafa umsjón með svæðunum sem áfangastöðum fyrir ferðamenn.

Lindsay Church lauk grunnháskólagráðu í umhverfisskipulagi frá Dalhousie háskólanum í Nova Scotia, Kanda. Hún er frá New Brunswick í Kanada en býr á Ísafirði.

Lindsay Church kynnir meistaraprófsritgerð sína í Háskólasetri Vestfjarða fimmtudaginn 3. febrúar.
Lindsay Church kynnir meistaraprófsritgerð sína í Háskólasetri Vestfjarða fimmtudaginn 3. febrúar.