þriðjudagur 21. október 2008

Endurnýjun samnings við HR

Föstudaginn 17.október s.l. var endurnýjaður samningur um frumgreinanám á Vestfjörðum, milli Háskólaseturs Vestfjarða og Háskólans í Reykjavík.  Í samningnum felst að Háskólasetur Vestfjarða býður upp á frumgreinanám HR á Vestfjörðum ásamt því að sjá um fjarkennslu til nemenda HR sem stunda nám á 1.önn.  Á vorönn verða teknir inn nýir hópar í frumgreinanám og fer það eftir undibúningi nemenda hversu langt námið er.  Fyrir þá nemendur sem hafa litla skólagöngu að baki tekur námið yfirleitt fjórar annir, en fyrir þá sem hafa einhverja skólagöngu að baki, t.d. iðnaðarmenn, tekur námið 2-3 annir.  Boðið er upp á fjarnám á 1.önn námsins og hluta af 2.önn.  Þeir sem áhuga hafa á frumgreinanámi eru hvattir til að kynna sér námið á heimasíðu Háskólaseturs eða hafa samband við kennslustjóra.  Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er umsóknarfrestur til 30.nóvember.

Frá undirritun samnings milli HR og Háskólaseturs haustið 2007.
Frá undirritun samnings milli HR og Háskólaseturs haustið 2007.