miðvikudagur 16. febrúar 2011

Endurbætt vefsíða um rannsóknir

Vefsíða Háskólaseturs Vestfjarða endurspeglar þá þróun sem orðið hefur í starfsemi setursins undanfarin ár. Hingað til hefur verið lögð áhersla á að byggja upp síðuhluta sem miðla upplýsingum um kennslu og námsframboð. Með auknum fjölda meistararitgerða hefur rannsóknarþáttur Háskólasetursins farið vaxandi og því tímabært að gera síðuhluta um rannsóknir hærra undir höfði á vefsíðunni.

Frá því í haust hefur verið unnið að uppbygginu síðhluta um rannsóknir og hefur hann nú loks verið birtur. Sem stendur má þar nálgast upplýsingar um rannsóknir kennara og nemenda í meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun, auk upplýsinga um rannsóknarumhverfið á Vestfjörðum. Á næstunni verða einnig birtar upplýsingar um rannsóknarverkefni sem Háskólasetrið kemur að, auk síðu um stuðningsnet rannsókna á svæðinu.