Ekkert Vísindaport í dag
Vikan sem nú er brátt á enda hefur verið annasöm og viðburðarrík. Á miðvikudaginn hélt Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skemmtilegt hádegiserindi um starfsemi UNIFEM og í gær, á sumardaginn fyrsta, fór fram fyrsta meistaraprófsvörnin í haf- og strandsvæðastjórnunar náminu þegar Bjarni M. Jónsson varði ritgerð sína Harnessing Tidal Energee in the Westfjords.
Í ljósi þess að tveir velheppnaðir viðburðir hafa farið fram í vikunni, fer Vísindaportið því í frí í dag en fer fram næst að viku liðinni.
Í ljósi þess að tveir velheppnaðir viðburðir hafa farið fram í vikunni, fer Vísindaportið því í frí í dag en fer fram næst að viku liðinni.