Eitt sjónarhorn fréttamennskunnar – störf á vettvangi hörmunga
Fréttamennska við hörmungaraðstæður er viðfangsefni Sigríðar Guðfinnu Ásgeirsdóttur í Vísindaporti nú á föstudaginn. Erindið er unnið upp úr mastersritgerð hennar í blaða- og fréttamennsku við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.
Í ritgerðinni er fjallað um störf fréttamanna við hörmungaraðstæður. Skoðað var meðal annars hvort og þá hvernig hægt er að undirbúa og þjálfa fréttamenn fyrir slík störf, hvort skilningur ríkir á störfum þeirra í samfélaginu og hvaða áhrif það hefur á fréttamenn að starfa á vettvangi hörmunga.
Í rannsókninni voru tekin viðtöl við fréttamenn sem störfuðu í Súðavík og á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna árið 1995. Einnig var talað við heimamenn um þeirra sjónarmið gagnvart fjölmiðlum.
Samkvæmt rannsókninni hefur umræða erlendis um fréttamennsku í hörmungaraðstæðum verið að aukast og sjónum verið beint að því hvernig bæta megi umfjöllun um hörmungar á víðum grunni.
Sigríður er blaða- og fréttamaður að mennt. Hún lauk MA gráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BS gráðu í ferðamálafræði og viðbótarnám í Hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla árið 2003. Hún starfaði hjá Ríkisútvarpinu á Vestfjörðum á árunum 2003-2008.
Vísindaportið er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs.
Í ritgerðinni er fjallað um störf fréttamanna við hörmungaraðstæður. Skoðað var meðal annars hvort og þá hvernig hægt er að undirbúa og þjálfa fréttamenn fyrir slík störf, hvort skilningur ríkir á störfum þeirra í samfélaginu og hvaða áhrif það hefur á fréttamenn að starfa á vettvangi hörmunga.
Í rannsókninni voru tekin viðtöl við fréttamenn sem störfuðu í Súðavík og á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna árið 1995. Einnig var talað við heimamenn um þeirra sjónarmið gagnvart fjölmiðlum.
Samkvæmt rannsókninni hefur umræða erlendis um fréttamennsku í hörmungaraðstæðum verið að aukast og sjónum verið beint að því hvernig bæta megi umfjöllun um hörmungar á víðum grunni.
Sigríður er blaða- og fréttamaður að mennt. Hún lauk MA gráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BS gráðu í ferðamálafræði og viðbótarnám í Hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla árið 2003. Hún starfaði hjá Ríkisútvarpinu á Vestfjörðum á árunum 2003-2008.
Vísindaportið er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs.