fimmtudagur 16. febrúar 2012

"Ég þori að vera til" - Upplifun þolenda kynferðisofbeldis af þjónustu Sólstafa, sjálfshjálparsamtaka á Ísafirði

„Ég þori að vera til" er titill meistaraprófsritgerðar Kristrúnar Helgu Ólafsdóttur, sem kynnt verður í Vísindaporti föstudaginn 17. febrúar. En í ritgerðinni skoðar hún upplifun þolenda kynferðisofbeldis af þjónustu Sólstafa, sjálfshjálparsamtaka á Ísafirði.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort og hvernig starfsemi Sólstafa á Ísafirði, hefur nýst þeim sem þangað hafa leitað. Þá var einnig kannað hvort starfsemi samtakanna í heimabyggð hafi reynst viðkomandi hvatning til að leita sér aðstoðar og vinna úr reynslu sinni af kynferðisofbeldi.
Kristrún Helga Ólafsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 2000, BA prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2010 og mun útskrifast með MA gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda frá Háskóla Íslands í vor. Kristrún er nú í starfsþjálfun hjá Margréti Geirsdóttur félagsráðgjafa á Ísafirði.
Vísindaportið er öllum opið, hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs.