Drög að skýrslu nefndar um eflingu háskóla- og fræðastarfs á Vestfjörðum
Drög að skýrslu nefndar sem fyrverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, skipaði í september 2007 hafa nú verið birt á heimasíðu menntamálaráðuneytisins. Formaður nefndarinnar var Guðfinna S. Bjarnadóttir alþingismaður, en ásamt henni sátu í nefndinni þau Einar Jörundsson skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu og Soffía Vagnsdóttir skólastjóri.