fimmtudagur 2. september 2010

Drengsskapur bardagamanna í Íslendingasögunum

Dr. William R. Short.
Dr. William R. Short.
Dr. Short er sjálfstætt starfandi fræðimaður og rithöfundur sem hefur sérhæft sig í íslensku miðaldasamfélagi. Flestar rannsóknir sínar hefur hann unnið við stríðsminjasafnið Higgins Armory Museum í Worcester í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann heldur reglulega fyrirlestra um vopn víkinga og hlutverk þeirra í samfélaginu á miðöldum, auk þess að sýna og kenna bardagaaðferðir frá þessum tíma. Nýjustu bækur Dr. Short eru Viking Weapons and Combat Techniques (2009) og Icelanders in the Viking Age (2010). Hann vinnur nú að annari bók þar sem hann sameinar áhuga sinn á Íslendingasögunum vopnum frá þessum tíma. Í bókinni verður sérstaklega fjallað um drengskaparreglur norrænna bardagamanna á miðöldum.

 

Frekari upplýsingar:
http://www.williamrshort.com

 

Vísindaportið hefst kl 12.10 og verður að vanda haldið á kaffistofu Háskólaseturs. Allir velkomnir.