þriðjudagur 16. nóvember 2010

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í dag þriðjudaginn 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar skálds. Af þessu tilefni er rétt að benda á að Háskólasetur Vestfjarða býður upp á íslenskunámskeið í janúar næstkomandi. Námskeiðið hentar vel fyrir erlenda nemendur sem eru að hefja háskólanám á Íslandi en einnig fyrir aðra erlenda borgara sem hyggjast dvelja í lengri eða skemmri tíma á Íslandi. Háskólasetrið mun einnig bjóða upp á íslenskuknámskeið næsta sumar líkt og undangengin ár. Allar nánari upplýsingar um íslenskunámskeiðin má nálgast hér.

Þess má einnig geta að í tilefni dagsins stendur Menningarmiðstöðin Edinborg fyrir dagskrá með kvæðamanninum Steindóri Andersen sem fram fer í Edinborgarhúsinu í kvöld kl. 20. Athugið að aðgangur að dagskránni er ókeypis. Einnig er vert að benda á Bloggþing sem Fjölmenningarsetur á Ísafirði stendur fyrir í Aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag. Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.
Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.