miðvikudagur 8. júní 2011

Dagur hafsins

Dagur hafsins er fagnað um heim allan þann 8. júní. Upphaflega lögðu Kanadamenn til að dagurinn yrði haldinn hátíðlegur á leiðtogafundi um sjálfbæra þróun (Earth Summet) í Rio de Janerio í Brasilíu en dagurinn var formlega viðurkenndur af Sameinuðu þjóðunum árið 2008. Síðan þá hefur The Ocean Project og World Ocean Network haldið utan um daginn á alþjóðavísu hvert ár.

Nánar má fræðast um daginn og dagskránna sem fram fer víða um heim á vefsíðunum hér að ofan eða á Wikipedia.

Horft út til hafs. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Horft út til hafs. Ljósmynd: Ágúst Atlason.