þriðjudagur 28. september 2010

CMM nemar taka þátt í alþjóðlega átakinu 350.org

Andfætlingar okkar, íbúar í Coffs Harbour í Ástralíu, létu ekki sitt eftir liggja í átakinu í fyrra og fögnuðu með því að mynda tákn átaksins á ströndinni. CMM nemendurnir vona að sem flestir íbúar Ísafjarðar sjái sér fært að taka þátt í slíkri myndatöku hér á Ísafirði. Myndin er fengin af myndasíðu 350.org: http://www.flickr.com/photos/350org/
Andfætlingar okkar, íbúar í Coffs Harbour í Ástralíu, létu ekki sitt eftir liggja í átakinu í fyrra og fögnuðu með því að mynda tákn átaksins á ströndinni. CMM nemendurnir vona að sem flestir íbúar Ísafjarðar sjái sér fært að taka þátt í slíkri myndatöku hér á Ísafirði. Myndin er fengin af myndasíðu 350.org: http://www.flickr.com/photos/350org/
Í tengslum við dagskrána hafa nemendurnir nú þegar tekið þátt í að hlúa að einu af blómabeðum Ísafjarðarbæjar ásamt umhverfisfulltrúa bæjarins, Ralf Trylla. Ralf hefur unnið náið með nemendahópnum frá upphafi verkefnisins og reynst þeim sérlega vel í skipulagningunni. Síðastliðinn laugardag tóku nemendurnir sem skipuleggja 350.org hátíðina höndum saman með nemendafélaginu Ægi við að hreinsa strandlengjuna í Skutulsfirði í tilefni af alþjóðlegum degi helguðum hreinsun stranda. Alls safnaðist eitt tonn af rusli á laugardaginn og munar sannarlega um minna. Í næstu viku munu þeir svo halda námskeið fyrir grunnskólanema á Flateyri um sjálfbærni. Þau vonast til að geta boðið upp á sambærileg námskeið fyrir alla skólana á svæðinu og að sem flestir krakkar geti tekið þátt.

Hápunktur hátíðarinnar er þó líklega sýning á nýrri íslenskri heimildarmynd sem ber titilinn „Future of Hope" og heimsókn aðstandenda myndarinnar á Ísafjörð í tengslum við sýningu hennar. Þeir sem vilja kynna sér myndina geta horft á sýnishorn úr henni hér eða kíkt á Facbook síðu hennar.

[mynd 3 v]Dagskrá hátíðarinnar er enn í mótun og nemendurnir vilja gjarnan fá ábendingar og hugmyndir sem fallið gætu að dagskránni frá íbúum Ísafjarðar og nágrennis. Undir lok hátíðarinnar er svo ráðgert að taka hópmynd af íbúum og þátttakendum sem verður send inn á vefsíðu 350.org og vonast nemendurnir til að sem flestir sjái sér fært að mæta í myndatökuna.

Þeir sem vilja koma á framfæri spurningum, hugmyndum eða vilja leggja verkefninu lið geta haft samband við fulltrúa nemenda Megan Veley í gegnum tölvupóst: megan.veley(hja)gmail.com.