CMM nemar taka þátt í alþjóðlega átakinu 350.org

Andfætlingar okkar, íbúar í Coffs Harbour í Ástralíu, létu ekki sitt eftir liggja í átakinu í fyrra og fögnuðu með því að mynda tákn átaksins á ströndinni. CMM nemendurnir vona að sem flestir íbúar Ísafjarðar sjái sér fært að taka þátt í slíkri myndatöku hér á Ísafirði. Myndin er fengin af myndasíðu 350.org: http://www.flickr.com/photos/350org/
Hápunktur hátíðarinnar er þó líklega sýning á nýrri íslenskri heimildarmynd sem ber titilinn „Future of Hope" og heimsókn aðstandenda myndarinnar á Ísafjörð í tengslum við sýningu hennar. Þeir sem vilja kynna sér myndina geta horft á sýnishorn úr henni hér eða kíkt á Facbook síðu hennar.
[mynd 3 v]Dagskrá hátíðarinnar er enn í mótun og nemendurnir vilja gjarnan fá ábendingar og hugmyndir sem fallið gætu að dagskránni frá íbúum Ísafjarðar og nágrennis. Undir lok hátíðarinnar er svo ráðgert að taka hópmynd af íbúum og þátttakendum sem verður send inn á vefsíðu 350.org og vonast nemendurnir til að sem flestir sjái sér fært að mæta í myndatökuna.
Þeir sem vilja koma á framfæri spurningum, hugmyndum eða vilja leggja verkefninu lið geta haft samband við fulltrúa nemenda Megan Veley í gegnum tölvupóst: megan.veley(hja)gmail.com.