föstudagur 14. október 2011

CMM meistaragráða gott veganesti á alþjóðlegum vinnumarkaði

Á næstu mánuðum hyggjumst við fylgja nokkrum brautskráðum meistaranemum í haf- og strandsvæðastjórnun eftir og kanna hvernig þeim hefur gengið að finna störf sem hæfa þeirra menntun.

Sú fyrsta sem verður fjallað um er Lindsay Church. Áður en hún hóf nám á Ísafirði hafði Lindsay lokið BA gráðu í samfélagshönnun (útskrift með láði) og umhverfis-og skipulagsfræðum við Dalhousie University í Kanada.

Lindsay kunni ákaflega vel við sig á Ísafirði og stundaði nám sitt og rannsóknir þar í tæp tvö ár, frá 2009 til 2011. Lokaritgerð hennar fjallaði um skilvirkni vistvænnar ferðaþjónustu á Snæfellsnesi. Lindsay útskrifaðist með MRM gráðu í haf-og strandsvæðastjórnun árið 2011.

Skemmst er frá því að segja að Lindsay Church var nýlega ráðin til starfa fyrir fylki Nýfundnalands og Labrador í Kanada. Hennar starf er að koma að skipulagningu landnýtingar. Strax á fyrsta degi var hún skipuð deildarfulltrúi í framkvæmdanefnd Nýfundnalands og Labrador í málefnum hafs og stranda. Gráða hennar frá Háskólasetri Vestfjarða vó þar þyngst.

Lindsay hvetur þá sem áhuga hafa á að fræðast um möguleika á sérhæfðum störfum á sviði haf- og strandsvæðastjórnunar á Nýfundnalandi í Kanada að hafa samband við sig í netfangið: lindsaychurch [ hjá ] gov.nl.ca

Coastal and Ocean Management Strategy and Policy Framework for the Province of Newfoundland and Labrador


Lindsay Church
Lindsay Church