fimmtudagur 25. ágúst 2011

CMM kennari uppgötvar nýjan hafstraum

Nýlega uppgötvaður djúpstraumur í Grænlandssundi í samspili við þekkta strauma.
Nýlega uppgötvaður djúpstraumur í Grænlandssundi í samspili við þekkta strauma.
Vísindamenn frá Woods Hole hafrannsóknamiðstöðinni í Bandaríkjunum hafa undanfarin ár unnið að því í samstarfi við Hafrannsóknastofnun Íslands að kortleggja og mæla strauminn sem hefur hlotið nafnið North Icelandic Jet. Í kjölfar greinar sem rannsóknarhópurinn birti þann 21. ágúst síðastliðinn í vefútgáfu tímaritsins Nature Geoscience hefur uppgötvun þeirra Héðins og Steingríms vakið alþjóðlega athygli enda gæti straumurinn haft umtalsverð áhrif á þróun loftslagsbreytinga og hlýnun jarðar.

Mánudaginn 22. ágúst lagði rannsóknarskipið Knorr frá Woods Hole hafrannsóknarstofnunni upp í leiðangur frá Reykjavík til að halda rannsóknunum áfram. Með í för voru þeir héðinn Valdimarsson og Magnús Danielsen frá Hafrannsóknastofnun Íslands. Leiðangurinn heldur úti heimasíðu þar sem nálgast má frekari upplýsingar um framgang rannsóknanna.

[mynd 3 h]Hér að neðan má einnig nálgast ýmsa tengla þar á fjölmiðlar og vísindatímarit sem hafa greint frá þessum niðurstöðum.