fimmtudagur 20. september 2012

Byggðastofnun í Vísindaporti

Á morgun, föstudaginn 21. september mun Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar verða í Vísindaporti.
Aðalsteinn mun í óformlegu erindi fjalla um hlutverk Byggðastofnunar og segja frá því hvað stofnunin er að gera á Vestfjörðum.

Aðalsteinn Þorsteinsson er menntaður lögfræðingur, en hann lauk embættisprófi í lögfræði árið 1993. Hann hefur verið forstjóri Byggðastofnunar síðan 2002.

Vísindaport sem eru öllum opin eru haldin í kaffistofu Háskólaseturs og hefjast klukkan 12:10. Erindið verður á íslensku.

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar