Breyttur tími á fyrirlestri um ímynd íslenskra háskóla
Jón Snorri er viðskiptafræðingur (cand.oecon) frá Háskóla Íslands og er með meistaragráðu frá Essex háskóla í Bretlandi. Hann er forstöðumaður MBA-náms Háskóla Íslands og hefur 25 ára reynslu af háskólakennslu við Viðskipta- og hagfræðideild skólans og hefur auk þess kennt við Háskólann á Bifröst og í Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur setið í stjórnum fyrirtækja eins og Aco Tæknivals, Eðalfisks, Bílabúð Benna, Sigurplasts og Íslenska Lífeyrissjóðsins, Lyfju og Vátryggingarfélags Íslands (VÍS).
Undanfarin 12 ár hefur Jón Snorri verið framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar, B&L bílaumboðs og Öryggismiðstöðvarinnar. Á árunum 1983-1995 starfaði hann á fjármálamarkaði m.a. sem forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans, sem framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Kaupþings og aðstoðarframkvæmdastjóri Lýsingar.
Fyrirlesturinn sem Jón Snorri nefnir „Hver er ímynd háskólanna á Íslandi?" er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.