mánudagur 16. nóvember 2015

Bókasafn Háskólaseturs í nýtt húsnæði

Síðastliðinn föstudag, þann 13. nóvember, rættist langþráður draumur hjá starfsmönnum og nemendum Háskólaseturs Vestfjarða þegar sérstakt húsnæði fyrir bókasafn setursins var formlega tekið í notkun. Bókasafnið er trúlega minnsta háskólabókasafn á landinu og húsnæðið í samræmi við það. Safnið er afar sérhæft og eru ýmis gögn þess hvergi annarsstaðar til á landinu. Sérhæfing safnsins felst einkum í bókum og öðrum gögnum sem tengjast meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun en í safninu er þó ýmislegt annað að finna.

Öll gögn safnsins eru skráð í Gegni, landskerfi bókasafna og þar má fletta upp öllum gögnum safnsins. Einnig er velkomið að líta við á safninu og skoða safnkostinn þar. Allar nánari upplýsingar  um safnið eru aðgengilegar á vefsíðu þess.


Pernilla Rein, verkefnastjóri (lengst til vinstri) er menntaður bókasafns- og upplýsingafræðingur og hefur hún umsjón með safninu. Hér er hún á opnunni ásamt nokkrum meistaranemum.
Pernilla Rein, verkefnastjóri (lengst til vinstri) er menntaður bókasafns- og upplýsingafræðingur og hefur hún umsjón með safninu. Hér er hún á opnunni ásamt nokkrum meistaranemum.