mánudagur 2. desember 2013

„Besta nám sem ég hef farið í“

Í nýjasta heftir Útvegsblaðsins birtist skemmtilegt viðtal við Maik Brötzmann sem útskrifaðist í vor úr meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun. Í viðtalinu gefur Maik náminu háa einkunn og segir það besta nám sem hann hefur farið í en áður hefur hann lokið námí í veðurfræði og skipahönnun. Einnig kemur Maik inn á þá kosti sem fylgja því að stunda slíkt nám á Ísafirði og hve mikilvægt það er í náminu að nemenda- og kennarahópurinn kemur frá ólíkum löndum og hefur ólíkan bakgrunn sem aftur skapar frjótt og áhugavert námsumhverfi.

Viðtalið í heild sinni má lesa í vefútgáfu Útvegsblaðsins á blaðsíðu 8-9.