fimmtudagur 7. nóvember 2013

„Ber okkur aldrei að víkja"

„Ber okkur aldrei að víkja? Jón Sigurðsson og samtíminn“ er yfirskrift Vísindaports vikunnar, föstudaginn 8. nóvember. Það er Guðmundur Hálfdánarson Hrafnseyrarprófessor sem flytur erindið.

Í erindinu mun Guðmundur leggja útfrá kjörorðum sem oft eru tengd nafni Jóns Sigurðssonar („Aldrei að víkja“), og fjalla í stuttu máli um pólitíska hernaðarlist Jóns Sigurðssonar og hvað megi læra af henni á okkar tímum.


Guðmundur Hálfdánarson er með BA gráðu í sagnfræði og fornleifafræði frá háskólanum í Lundi og Háskóla Íslands, cand.mag. gráðu frá HÍ og meistara- og doktorsgráðu frá Cornell háskóla. Síðan 1991 hefur hann kennt sagnfræði við Háskóla Íslands, fyrst sem lektor en sem prófessor frá árinu 2000. Helstu sérsvið hans eru evrópsk hug- og félagssaga, en þó einkum saga þjóðernis og þjóðernisstefnu á Íslandi og kenningar um þjóðernisstefnu í Evrópu.


Vísindaport hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Allir velkomnir.