„Ber okkur aldrei að víkja"
„Ber okkur aldrei að víkja? Jón Sigurðsson og samtíminn“ er yfirskrift Vísindaports vikunnar, föstudaginn 8. nóvember. Það er Guðmundur Hálfdánarson Hrafnseyrarprófessor sem flytur erindið.
Í erindinu mun Guðmundur leggja útfrá kjörorðum sem oft eru tengd nafni Jóns Sigurðssonar („Aldrei að víkja“), og fjalla í stuttu máli um pólitíska hernaðarlist Jóns Sigurðssonar og hvað megi læra af henni á okkar tímum.
Guðmundur Hálfdánarson er með BA gráðu í sagnfræði og fornleifafræði frá háskólanum í Lundi og Háskóla Íslands, cand.mag. gráðu frá HÍ og meistara- og doktorsgráðu frá Cornell háskóla. Síðan 1991 hefur hann kennt sagnfræði við Háskóla Íslands, fyrst sem lektor en sem prófessor frá árinu 2000. Helstu sérsvið hans eru evrópsk hug- og félagssaga, en þó einkum saga þjóðernis og þjóðernisstefnu á Íslandi og kenningar um þjóðernisstefnu í Evrópu.
Vísindaport hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Allir velkomnir.