Beint frá býli í Slóveníu
Miðvikudaginn, 18.02.2015, kl. 14-16 mun Barbara Turk, kennari við fagskóla Grm Novo mesto í Slóveníu, halda erindið "Farmers can more than farming".
Á síðustu áratugum hafa tekjur bænda af búvörum víða lækkað. Þar af leiðandi þurfa þeir oft að finna nýjar leiðir við vöruframleiðslu sína. En framleiðslan virðist ekki vera aðalmálið, heldur það að selja vörurnar. Sem betur fer kaupa ferðamenn oft eitthvað sem þeir þurfa kannski ekki endilega á að halda, en vilja taka með enda minnir það á ferðalagið. Þeir virðast líka eyða meiri peningum í slíkt. En hvað munu þeir kaupa? Reynt verður að svara þeirri spurningu.
Barbara Turk er kennari í fagskóla Grm Novo mesto – deild fyrir líftækni og ferðamennsku og í landslagsstýringardeild (Landscape Governance College) Grm Novo mesto. Hún heldur líka utan um starfsnám fyrir náttúruverndarbrautina í þessum fagskóla. Sem hluta fyrirlestra sinna reynir hún að hvetja alla nemendur til að þróa nýjar hugmyndir í framleiðslu búvara sinna eða að bjóða upp á einhverja þjónustu á bóndabýlum sínum. Verkmenntunarlotur hennar enda gjarnan með hópvinnu þar sem hver þátttakandi hannar sinn vinnustað samkvæmt eigin hugmyndum.
Barbara Turk talar um hvernig er að selja vörur sínar, þess vegna beint frá býli, og mun gefa nokkur raundæmi þar sem framleiðsla búvara lukkaðist vel, sem og dæmi um þjónustu, sem bændur geta veitt ferðamönnum.
Tungumál: Enska
Staður: Háskólasetri
Tími: Miðvikudagur, 18.02.2015, 14-16