,,Bátafólkið" - á ferð sinni um heiminn
Nú á föstudaginn, 13. september, hefst Vísindaport á ný eftir sumarfrí. Eins og ævinlega munu Vísindaport vetrarins vera fjölbreytt og áhugaverð.
Fyrst til að ríða á vaðið eru þau Scott og Mary Flanders frá Ft Lauderdale, Florida. Þau eru nú stödd hér á Ísafirði á ferð sinni um heiminn, en þau hafa undanfarin 12 ár búið um borð í bátnum sínum Egret og heimsótt rúmlega 35 lönd. Báturinn er nú komin til vetrardvalar á Ísafirði en næsta vor halda þau ferð sinni áfram og þá til Noregs.
Í Vísindaporti ætla þau að fjalla um ferðir sína og beina sjónum sínum sérstaklega að ferðalagi sínu um Ástralíu, Tasmaníu og Nýja sjáland. Fyrir áhugasama þá halda þau Scott og Mary úti heimasíðu þar sem þau segja frá ferðum sínum - http://www.nordhavn.com/egret/index.php
Vísindaportið sem er öllum opið hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Að þessu sinni mun erindið fara fram á ensku.